Vörunúmer: 10003685-red
OSPREY

Osprey - Fairview 40

Nú í uppfærðu útliti og með stillanlegu baki! Fairview bakpokinn er dömuútgáfa af Farpoint pokanum vinsæla sem mun koma sér vel í hvaða ferðalagi sem er. Fairview 40 er í raun ferðataska og bakpoki sameinuð í frábæran ferðafélaga og er að auki léttasta ferðataskan frá Osprey sem einnig er hægt að nota sem bakpoka. Bakpokinn er gerður með bluesign® vottuðu endurunnu efni. Góðar axlar- og mjaðmaólar auk sterkrar burðargrindar gera þér kleift að bera dótið þitt þægilega á milli staða. Aðalhólfið opnast alveg með rennilás líkt og á ferðatösku, skipulag verður því leikur einn.

Fairview hefur tvímælalaust sannað gildi sitt meðal heimsreisufara.

  • Fóðraðar axla- og mjaðmaólar með góðri öndun sem hægt er að loka af í renndu hólfi, allt eftir því hvort verið er að bera pokann á bakinu eða nota hann sem ferðatösku
  • Þægilegt burðakerfi
  • Stillanleg brjóstól með neyðarflautu
  • Tvö hólf, annað fyrir smáhluti og stórt aðalhólf fyrir farangur
  • Fóðraðir vasar fyrir fartölvu og spjaldtölvu í aðalhólfi
  • Ólar í farangurshólfi til að halda búnaði á sínum stað
  • Renndur netavasi innan á framhlið á aðalhólfi
  • Léttur burðarrammi
  • Fóðrað handfang á hlið og ofan á pokanum sem að lítið fer fyrir
  • Opnast mjög vel, framhliðin er rennd í U svo að auðvelt er að raða í pokann
  • Læsanlegir rennilásar á aðalhólfi
  • Hliðarólar til að þjappa pokanum saman
  • Hægt að taka með sem handfarangur í flug skv. EU reglum um hámarkstærð handfarangurs
  • Stillanlegt bak
  • Lengd baks: 38-47cm
  • Þyngd: 1,5 kg
  • Stærð: 55cm x 35cm x 23cm