


Osprey - Daylite Wheeled Duffel 85
- Bakpokaólar, sem auðvelt er að taka fram
- Tvö hjól, svo taskan er auðveld í notkun
- Stendur upprétt
- Tveir ytri vasar
- Höldur að ofan- og neðanverðu sem auðvelt er að grípa í
- Læsanlegir #10 rennilásar á aðalhólfi (rennast afturábak)
- Góður vasi fyrir skilríki
- Strappar að innanverðu, svo auðvelt sé að festa farangur
- Innri vasar sem henta flestum vinsælum auðkennasendum (á borð við Air Tag)
- Þyngd: 2,667kg
- Stærð: 71H X 40W X 37DCM
- Rúmar: 85L
- Efni: Bluesign® vottað 450/900D endurunnið polyester ripstop efni, sem hefur vatnsfráhrindandi áferð (laust við PFC efni)
Hér er á ferðinni vönduð 85L ferðataska sem er hönnuð með léttleika í huga án þess að fórna notagildi eða góðri endingu fyrir. Osprey Daylight®Wheeled Duffel er tilvalinn fyrir næsta ferðalag, hvort sem það er stutt skrepp upp í bústað eða lengri ferð erlendis.
Stóra aðalhólfið auðveldar alla pökkun til muna og pökkunin verður bæði einfaldari og hraðari í kjölfarið. Tveir ytri vasar henta vel fyrir hluti sem þú þarft að hafa auðvelt aðgengi í.
Þú getur einnig borið þessa tveggja hjóla ferðatösku á bakinu sé þess óskað, þökk sé bakpokaólum sem hægt er að taka fram með auðveldum hætti. Þetta getur komið sér einstaklega vel ef þú hefur t.d. knappan tíma á flugvellinum og þarft að komast fljótt á milli.
Að ferðalagi loknu er hægt að fella ferðatöskuna saman svo hún taki lítið pláss í geymslu. Taskan er gerð úr bluesign® vottuðum endurunnum efnum og hefur vatnsfráhrindandi húð sem er laus við PFC efni.